Mjóbaks-rehab, vinnur upp hreyfigetu og hjálpar til við bakvandamál.
Mjóbaks-rehab, vinnur upp hreyfigetu og hjálpar til við bakvandamál.
G-Spine Lumbar-Traction er háþróuð heima-þerapía við bakverkjum. Tækið skapar dýnamískt tog í mjóhrygginn og vinnur sérlega vel upp móbaks-kúrfuna (lordosis), þegar við byrjum að þróa með okkur bakvandamál þá er hin náttúrulega mjóbaks-kúrfa eitt af því fyrsta sem við missum. Tækið gefur einnig nudd og hita - Allt í einu tæki!
Share
Hvernig virkar
Mjóbaks-rehab tækið?
Mjóbaks-rehab tækið er háþróuð, örugg og áhrifarík heima-þerapía við bakverkjum.
Mjóbaks-rehab tækið sameinar viðurkenndar þerapíur við bakverkjum svo sem:
- Dýnamískt tog
- Nudd
- Hiti
Allt í einu tæki!
Mjóbaks-rehab tækið í notkun
Bak vandamál?
Bak vandamál er einn algengasti og kostnaðarsamasti kvilli nútímans. Sífellt meiri kyrrseta veldur því að við smá saman missum kúrfuna (lordosis) í mjóbakinu, hreyfigetan minnkar og álagið á bakið eykst. Aukinn þrýstingur á diskana (í hryggnum) veldur því að við þróum með okkur útbunganir og brjósklos. Mjóbaks-rehab tækið hjálpar þér að halda bakinu í lagi og fyrirbyggja framtíðar vandamál.
Viðurkennd meðhöndlun
Tog á mjóbak er viðurkennd og áhrifarík meðhöndlun við bakverkjum, jafnvel bakverkjum sem stafa af útbungun eða brjósklosi. Meðhöndlun bakverkja er almennt kostnaðarsöm og tímafrek.
Mjóbaks-rehab tækinu getur þú sparað þér tíma og peninga vegna þessa.
Heima-meðhöndlun
Loksins alvöru heima-þerapía sem virkar. Mjóbaks-rehab hjálpar þér að vinna á verkjum í mjóbaki. Ef þú þjáist af stífleika, þreytu, leiðniverkjum eða brjósklos verkjum í mjóbaki þá getur Mjóbaks-rehab verið rétta tækið fyrir þig. Mjóbaks-rehab er nýtt og háþróað tæki sem þrýstir mjóbaks liðunum rólega í rétta stöðu ásamt því að mýkja bandvefinn upp með infrarauðum hita og nuddi. Nú getur þú stjórnað þinni líðan að heiman! Notkun Mjóbaks-rehab er einföld, þægileg, örugg og áhrifarík. Fáðu árangur árangur strax, heima!
Öruggt og áhrifaríkt
Mjóbaks-rehab tækið skapar öflugt tog á mjóbakið,tækið er sérlega gagnlegt fyrir þig sem ert með stirt og aumt bak.
Tog er örugg og áhrifarík meðhöndlun við flestum bakverkjum, þar með talið bakverkir vegna brjóskloss eða útbungana á diskum. Mjóbaks-rehab tækið skapar tog á diskana ásamt því að vinna upp mjóbakskúrfuna.
Nudd og hiti
Tog infrarauður hiti og nudd Mjóbaks-rehab tækisins eykur blóðflæði og mýkir bandvefinn. Stirðleiki, þreyta og verkir geta nú heyrt sögunni til :)
Fjarstýring
Fjarstýring Mjóbaks-rehab tækisins gerir þér kleift að stjórna meðhöndluninni eins og þér best hentar. Þú getur t.d. haft bara infrarauðahitann á eða bara allt á í einu og stjórnað styrkleika hverrar þerapíu eins og þér best hentar.
-
Öryggis atriði
Þrjú helstu öryggisatriði Mjóbaks-rehab:
- Þensluvörn á loftpúða.
- Tíma vörn - slekkur á tækinu ef það er ekki notað innan við 15 mínútur.
- Hitavörn - Tækið slekkur sjálfkrafa á sér ef hitinn fer yfir 60 gráður.
-
Tækniupplýsingar
- Material: ABS + PC
- Power: 12V 100-240V AC/DC Adapter
- Heating Temperature Range: 45℃-65℃
- Vibrating Speed: 3000RPM/Min
- Adapter Cable Length: 1.5M
- Product Size: 48 * 26cm / 15.7 * 8in (L * W)
- Product Weight: 1180g / 2.6LB
Hér getur þú nálgast frekari upplýsingar um tækið.
Algengar spurningar
Hentar Mjóbaks-rehab tækið fyrir mig?
Mjóbaks-rehab tækið er ákafleg áhrifarík og örugg meðhöndlun. Tækið hentar nánast öllum sem ekki hafa farið í meiriháttar aðgerð á mjóbaki. Ef þú ert í vafa endilega sendu okkur fyrirspurn.
Hversu oft get ég notað Mjóbaks-rehab tækið?
Það eru í raun lítil takmörk fyrir því hversu oft á dag þú getur notað Mjóbaks-rehab tækið. Við mælum með því að þú notir tækið einu sinni á dag.
Ég er með brjósklos, get ég notað Mjóbaks-rehab tækið
Að öllu jöfnu já! Við brjósklos missum við yfirleitt kúrfuna í mjóbakinu. Mjóbaks-rehab tækið þrýstir hryggjarliðunum smá saman í rétta stöðu ásamt því að skapa tog á diskana og getur því þannig flýtt fyrir bataferlinu.
Ef Mjóbaks-rehab tækið hentar mér ekki, get ég skilað því?
Ábyrgð og skilaréttur á þessu tæki er í samræmi við íslensk neytenda lög :). Við mælum með að þú notir tækið reglulega í nokkrar vikur áður en þú ákveður hvort tækið hentar þér eða ekki.
Þarf ég að byrja hægt með að nota Mjóbaks-rehab tækið?
Þú finnur fljótt hvað hentar þér, þar sem tækið meðal annars eykur hreyfigetu hjá þér þá er ekki óeðlilegt að þú finnir fyrir einhverjum harðsperrum fyrstu skiptin. Við minnum á að þar sem þetta er heima- meðferð þá stjórnar þú ferðinni :)
Hvers get ég vænst af notkun á Mjóbaks-rehab tækinu?
Mjóbaks-rehab tækið eykur hreyfanleika í liðum og mýkt í bandvef mjóbaksins. Þú getur því vænst þess að finna fyrir minni þreytuverkjum og stirðleika. Mjóbaks-rehab tækið bætir ekki aðeins líðan þína heldur hjálpar þér að fyrirbyggja framtíðar bak vandamál.
Hvenær ætti ég ekki að nota tækið?
- Ef þú hefur farið í aðgerð á baki (ert td með skrúfur í baki).
- Alvarleg beinþynning
- Krabbamein
- Ólétt
- Og margt fleira...
- Ef þú ert ekki viss, endilega sendu okkur línu og við svörum þér af bestu getu.